„Hálfgerð síbrota ríkisstjórn“

Þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson á Alþingi.
Þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson á Alþingi. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í morgun að hróplegt ósamræmi væri á milli orða Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, nú um að svigrúm fjármálastofnana væri mikið til þess að bregðast við dómi Hæstaréttar í gær um gengislán og áður en dómurinn féll. Þá hafi hann sagt að slíkt svigrúm hafi ekki verið til staðar.

Birkir fagnaði því að nú væri svigrúm fyrir hendi að mati Steingríms til þess að fara í leiðréttingu lána og kallaði eftir því að farið yrði í almenna leiðréttingu eins og framsóknarmenn hefðu ítrekað viljað fara í. Þá ekki síður varðandi þá sem til að mynda hafi tekið verðtryggð lán hjá Íbúðalánasjóði í góðri trú.

Birkir sagði brotaferil ríkisstjórnarinnar nú vera orðinn ansi langan og taldi upp ýmislegt í því sambandi og lauk yfirferðinni á þeim orðum að stjórnin væri orðin „hálfgerð síbrota ríkisstjórn“. Slík ríkisstjórn hlyti að fara frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert