Mikið verk að meta leiðsögn dómsins

Mikið verk verður að meta leiðsögn dóms Hæstaréttar um gengistryggð …
Mikið verk verður að meta leiðsögn dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán.

„Vandinn er nokkuð umfangsmikill. Niðurstaða dómsins er einstaklingsbundin. Hún byggist á fyrri málarekstri sömu aðila. Það er töluverður handleggur að fara yfir það hvaða leiðsögn felst í þessum dómi í heild sinni.

Á það þarf að leggja lögfræðilegt mat og afla upplýsinga frá ýmsum aðilum. Það þarf að gerast hratt. Við munum kappkosta að það mat verði byggt á bestu upplýsingum,“ segir Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, um dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán.

Að sögn Helgu er þessi eftirfylgni vegna dómsins í höndum ráðuneytis, Fjármálaeftirlits og viðkomandi fjármálafyrirtækja.

„Það þarf að tryggja að öll upplýsingaöflun gefi sem besta mynd af stöðunni. Lögfræðingar og aðrir sérfræðingar ráðuneytisins eru að skoða málið sem og sérfræðingar hjá Fjármálaeftirlitinu og fjármálafyrirtækjunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert