200 milljarðar afskrifaðir

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri fyrr á …
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri fyrr á kjörtímabilinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lokið aðgerðum í þágu skuldugra heimila munu 200.000 milljónir króna hafa verið afskrifaðar. Þetta kemur fram í bæklingnum Aðgerðir og árangur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009-2011 sem dreift var á flokksráðsfundi VG nú síðdegis.

Orðrétt segir í bæklingnum á blaðsíðu 30:

„Glíman við skuldavanda heimilanna er eitt mikilvægasta verkefni þjóðarinnar og engin ríkisstjórn í Vestur-Evrópu hefur gripið til jafn víðtækra aðgerða til hjálpar skuldugum heimilum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Gert er ráð fyrir að þegar skuldahreinsun heimila er lokið hafi um 200 milljarðar króna verið afskrifaðir. Þúsundir heimila hafa nýtt sér þau fjölmörgu úrræði sem boðið hefur verið upp á til leiðréttingar og afskrifta skulda, enda hafa þær bæði verð almennar og sértækar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert