VG: Góð sátt um ESB-viðræður

Við höfuðstöðvar ESB í Brussel.
Við höfuðstöðvar ESB í Brussel. mbl.is/reuters

„Samningaferlið hefur gengið greiðlega og góð sátt er um hinn efnislega þátt viðræðnanna,“ segir um aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við ESB í bæklingnum Aðgerðir og árangur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009-2011 sem dreift var á flokksráðsfundi VG nú síðdegis.

„Íslensk stjórnvöld hafa svarað spurningalistum ESB um íslenska löggjöf, farið var gegnum ítarlega rýnivinnu þar sem borin voru saman íslensk lög og regluverk Evrópusambandsins og formlegar samningaviðræður hófust 27. júní í sumar. Í árslok verður búið að opna allt að helmingi samningskafla. Allar upplýsingar um ferlið eru jafnharðan birtar á Evrópuvef utanríkisráðuneytisins,“ segir ennfremur í bæklingnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert