Forsetar „rjúka ekki til“

Ólafur Ragnar Grímsson veitir undirskriftalistanum viðtöku á Bessastöðum á mánudaginn ...
Ólafur Ragnar Grímsson veitir undirskriftalistanum viðtöku á Bessastöðum á mánudaginn var. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur aldrei gerst í sögu forsetaembættisins að menn rjúki til í janúar eða febrúar og tilkynni að þeir ætli að gefa kost á sér og fari svo að safna stuðningi á eftir,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og vísar á bug fullyrðingum að hann hafi dregið fram úr hófi að gera grein fyrir því hvort hann sækist eftir endurkjöri.

Forsetinn ræddi framgöngu fyrri forseta hvað þetta varðar á blaðamannafundinum á Bessastöðum á mánudaginn. Hann gagnrýndi fræðimenn fyrir óvandaðar sögulegar skírskotanir og hvernig fjölmiðlar hefðu kynt undir getgátur um að forsetinn væri ef til vill ekki að fara að hætta, líkt og hann hefði tekið fram skýrt og greinilega í nýársávarpinu.

Var skýr yfirlýsing

„Eins og ég hef nú sagt alloft hér á þessum fundi og get sagt einu sinni enn að þá tel ég að nýársávarp mitt hafi verið mjög skýr yfirlýsing. Sú niðurstaða var hins vegar ekki virt af tvennum ástæðum.

Annars vegar vegna þess að í fjölmiðlum hófst þessi umfjöllun um það hvað ég hefði í raun og veru áttu við. En kannski líka vegna þess að verulegur hluti þjóðarinnar - við getum deilt um það hvað hann er stór eða lítill, eins og birtist hér í dag - vildi ekki sætta sig við þá ákvörðun og tók saman höndum og hóf samræður sín á milli til þess að þrýsta á mig að gera annað en ég hafði tilkynnt.“

Hlaupa ekki til og tilkynna framboð

Forsetinn segir engin fordæmi fyrir því að sitjandi forsetar tilkynni hvort þeir ætli að halda áfram í janúar eða febrúar heldur kanni þeir baklandið með vorinu.

„Varðandi tímann að þá sýnir nú sagan að menn hafa ekki verið að gera það upp við sig í janúar- eða febrúarmánuði eða tilkynna það hvort að þeir gæfu kost á sér til forsetakjörs, vegna þess að gefur enginn heilvita maður kost á sér til forsetakjörs nema hann eða hún hafi fundið vikum eða mánuðum saman vaxandi þunga stuðningsöldu frá fólkinu í landinu, eins og Vigdís hefur lýst ágætlega hvað knúði hana til framboðs á sínum tíma.“

Vaxandi þungi stuðningsöldu 

Forsetinn heldur áfram.

„Ég þekki mjög vel aðdragandann að framboði Kristjáns Eldjárns - vegna þess að ég fylgdist náið með því á sínum tíma - það var aðeins sá mikli þungi stuðnings, mánuðum saman, upp úr áramótunum, sem leiddi til þess að Kristján Eldjárn gaf að lokum kost á sér.

Það hefur aldrei gerst í sögu forsetaembættisins að menn rjúki til í janúar eða febrúar og tilkynni að þeir ætli að gefa kost á sér og fari svo að safna stuðningi á eftir. Það hefur aldrei gerst. Menn hafa eingöngu verið bornir fram af fólkinu í landinu og það er kannski eðlilegt að hin ungar kynslóðir fjölmiðlafólks átti sig ekki á því ferli.

En við sem að munum þessar kosningar og höfum staðið í þeim sjálf berum hins vegar mikla virðingu fyrir þessum lýðræðislega vilja. Og bæði af hálfu Kristjáns og Vigdísar og mín var það alveg ljóst að engin okkar gaf kost á sér til embættis forseta Íslands nema vegna þessa þunga sem við fundum fyrir vikum og mánuðum saman.“

Vindar samstöðunnar

- Hvernig mælirðu þennan þunga?

„Það er nú út af fyrir sig engin ákveðin mælistika á því. En sá sem eða þeir einstaklingar sem að valdir eru af hálfu þjóðarinnar til að gegna slíkum trúnaðarstöðum hafa auðvitað ákveðinn skilji á vilja fólksins í landinu. Það birtist með samtölum. Það birtist með bréfum og birtist með umfjöllun í fjölmiðlum. Það er svona samansafn af því sem maður finnur fyrir og smátt og smátt verður að svona ákveðinni vitund og ákveðnum vilja. Það er engin formúla til um það.“

En þeir sem hafa verið á vettvangi lýðræðisins lengi auðvitað finna fyrir glögglega hvernig þeir vindar blása,“ sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarninnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Strand...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...