Búið að ákveða fyrir löngu

Gunnar Þ. Andersen.
Gunnar Þ. Andersen. mbl.is/Árni Sæberg

„Það var búið að ákveða þetta fyrir lifandis löngu og það er búinn að vera þrýstingur frá því Kastljósþátturinn var sýndur 17. nóvember síðastliðinn,“ segir Gunnar Þ. Andersen í samtali við Morgunblaðið.

Í umfjöllun um brottrekstur hans í blaðinu í dag telur hann, að á bak við aðdragandann að brottrekstrinum standi eitthvað stórt sem erfitt sé að sjá eða festa hendur á. Rannsaka þurfi hverjir stóðu á bak við Kastljósþáttinn.

Stjórn FME kærði Gunnar í gær til lögreglu eftir að henni bárust ábendingar um að hann gæti hafa brotið af sér í starfi og aflað sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að þar sé átt við að Gunnar eigi að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að ná í upplýsingar um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns í gegnum starfsmann Landsbankans. Gunnar lýsti sig saklausan af þessu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert