Gunnlaugur Stefánsson: Kirkjan og þjóðin

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

„Frá kristnitöku hefur kristinn siður verið kjölfesta í þjóðskipulagi og menningu þjóðarinnar,“ segir Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að nú sé rætt hvort þess skuli áfram getið í stjórnarskrá, en þar standi í 62. gr.: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þetta ákvæði undirstrikar, segir Gunnlaugur, að þjóðkirkjan skuli varðveita evangelískan og lúterskan sið í landinu, þjóna öllum landsmönnum óháð búsetu og stöðu og njóti til þess stuðnings ríkisvaldsins.

Gunnlaugur telur að sambúð kristni og þjóðar hafi verið farsæl og segir að Þjóðkirkjan hafi ríkar skyldur við menningarlífið og með þjónustu við fólkið í landinu. „Nú hafa margir áhyggjur af, að sambúðin kunni að laskast ef ekki verður kveðið á um þjóðkirkju og kristinn sið í stjórnarskrá,“ segir Gunnlaugur, en grein hans má lesa í heild í blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert