Brýnt réttlætismál

Hesthúsin eru mikið notuð um þessar mundir en þau standa …
Hesthúsin eru mikið notuð um þessar mundir en þau standa hins vegar tóm á sumrin og haustin. mbl.is/Kristinn

„Ég lít á þetta sem brýnt réttlætismál,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um frumvarp um lækkun fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli. Ráðherra kynnti frumvarpið í ríkisstjórn í vikunni og það er nú til skoðunar í þingflokkum stjórnarflokkanna.

Í frumvarpinu eru tekin af öll tvímæli um það hvernig flokka eigi hesthús í þéttbýli við álagningu fasteignaskatts. Þau verða öll sett í sama flokk og íbúðarhús og sumarbústaðir en ekki atvinnuhúsnæði.

Sveitarfélögin hafa eitt af öðru verið að hækka skattinn, þar á meðal Reykjavíkurborg á þessu ári, vegna túlkunar ákvæða laga um tekjustofna sveitarfélaga um að hesthús í þéttbýli ættu að vera í efsta gjaldflokki. Verði frumvarpið að lögum verða öll hesthús í lægsta gjaldflokki, sama hvar þau standa og við það mun fasteignaskatturinn lækka umtalsvert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert