Jóhannes selur hlut sinn í SMS

Jóhannes Jónsson færir Mæðrastyrksnefnd gjöf.
Jóhannes Jónsson færir Mæðrastyrksnefnd gjöf. mbl.is/ÞÖK

Einkahlutafélagið Apogee, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og viðskiptafélaga, hefur selt 50% hlut sinn í hlutafélaginu SMS í Færeyjum.

Kaupendur eru Gullak Madsen, sem á nú 37% hlut í félaginu, og hlutafélagið N.J. Mortensen, sem á 13%.

SMS á og rekur tíu verslanir í Færeyjum og er nokkrar þeirra að finna í samnefndri verslunarmiðstöð, sem þó er ekki í eigu félagsins, að sögn Jóhannesar. Fimm af verslununum tíu eru Bónusverslanir en SMS er að auki eigandi nokkurra veitingastaða.

Jóhannes vildi ekki gefa upp söluverð hlutarins í samtali við Morgunblaðið í gær en sagði ástæðu sölunnar þá að áhugi hans og félaga hans lægi nú annars staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert