Sigríður hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina

Karl Blöndal afhendir Sigríði Jónsdóttur Rauðu hrafnsfjöðrina.
Karl Blöndal afhendir Sigríði Jónsdóttur Rauðu hrafnsfjöðrina. mbl.is/Lestrarfélagið Krummi

Sigríður Jónsdóttir hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina á aðalfundi lestrarfélagsins Krumma í gærkvöldi fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum. Verðlaunin fékk hún fyrir ljóðið Eins og blíðasti elskhugi í bókinni Kanil. Það var Karl Blöndal sem afhenti Sigríði Rauðu hrafnsfjöðrina samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu.

„Rauða hrafnsfjöðrin var fyrst veitt 2007 og þá hreppti hana Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur. 2008 varð Elísabet Jökulsdóttir hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins, Hermann Stefánsson hreppti verðlaunin 2009 fyrir Algleymi, 2010 fékk Steinar Bragi Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir Himininn yfir Þingvöllum og 2011 þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna - ástarsögu,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert