Stofna lyfjaverksmiðju á Siglufirði

Verksmiðja Genis hf.
Verksmiðja Genis hf. Genis hf.

Lyfjaþróunarfyrirtækið Genis hf. tilkynnti á fundi í gær um áætlun sína þess efnis að byggja upp lyfjaverksmiðju á Siglufirði í því húsnæði þar sem bátasmiðjan Siglufjarðar Seigur er nú staðsett.

„Síðustu sjö árin höfum við rekið litla rannsóknardeild með þremur sérfræðingum í Reykjavík þar sem við höfum verið að gera rannsóknir út um allan heim á lyfjum,“ segir Róbert Guðfinnsson, einn forsvarsmanna Genis hf., og bætir við: „En nú er komið að því að það þarf að fara að framleiða. Við munum klára þessar lyfjarannsóknir á árinu, seinnipart ársins, í Mexíkó og næsta skref er að vera með verksmiðju sem getur framleitt þetta.“

Að sögn Róberts verður framleiðslan bundin við eitt lyf, T-chos, sem ræðst gegn sjúkdómum sem byrja með bólgu. Rétt er að taka fram að T-chos er einungis vinnuheiti lyfsins. „Lyfið er algjörlega þróað af okkur, við erum komnir með einkaleyfi á það og við erum að klára núna lyfjarannsóknir á fólki,“ segir Róbert og bendir einnig á að lyfið muni fara í dreifingu úti um allan heim.

Róbert segir að starfsemin muni hefjast fljótlega á næsta ári en til að byrja með muni um 10 starfsmenn starfa í lyfjaverksmiðjunni. Hann vonar þó að starfsemin muni vaxa síðar meir.  „Þetta mun byrja mjög hægt vegna þess að við þurfum að ganga í gegnum svokallaða „þriðja fasa“ rannsókn en ég myndi segja að þegar þetta væri komið upp í þann rekstur sem við viljum sjá þetta komast í, ef okkur gengur vel, þá verði þetta um 40-50 starfsmenn,“ segir Róbert.

Ákveðið var að aukahlutafé Genis hf. um hálfan milljarð króna á aðalfundi félagsins í gær en að sögn Róberts er nú þegar búið tryggja sölu á því öllu.

Róbert Guðfinnsson, einn af forsvarsmönnum Genis hf.
Róbert Guðfinnsson, einn af forsvarsmönnum Genis hf. mbl.is
Verksmiðja Genis hf.
Verksmiðja Genis hf. Genis hf.
Verksmiðja Genis hf.
Verksmiðja Genis hf. Genis hf.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert