Óttast áhrif hertra hafta

Tryggvi Þor Herbertsson segir breytinguna geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir …
Tryggvi Þor Herbertsson segir breytinguna geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir skuldabréfamarkaðinn. mbl.is/Golli

Fulltrúar flestra hagsmunaaðila sem efnahags- og viðskiptanefnd kallaði á sinn fund í gær lögðust gegn hertum gjaldeyrishöftum. Fulltrúi réttarfarsnefndar taldi hugsanlegt að breytingin gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Það álit er í mótsögn við lögfræðiálit sem Seðlabankinn lét gera.

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði fram frumvarp um breytingar á gjaldeyrislögum síðdegis í gær. Málið kom óvænt fram og var leitað afbrigða til að hægt væri að afgreiða það í gærkvöldi og breytingin yrði um garð gengin fyrir opnun fjármálamarkaðar í dag.

Með frumvarpinu er ætlunin að takmarka undanþágur til að greiða erlendum kröfuhöfum þrotabúa út í erlendum gjaldeyri. Hæstu fjárhæðirnar eru í þrotabúum föllnu bankanna. Þá er verið að takmarka útflæði gjaldeyris vegna afborgana og vaxtabóta af skuldabréfum, svokölluðum jafngreiðslulánum. Erlendir aðilar sem eiga eignir hér hafa verið að kaupa þennan flokk íbúðabréfa upp til að flýta því að geta komið fé sínu úr landi.

Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, sagði í umræðum um málið að með því að samþykkja frumvarpið væri verið að auka pólitíska óvissu vegna fjárfestinga á Íslandi. Önnur hliðarverkun væri líklegur órói á skuldabréfamarkaði þegar markaðir verða opnaðir í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert