„Þarf að koma svona fólki frá sem fyrst“

Arnaldur Halldórsson

„Það þarf að koma svona fólki frá sem fyrst áður en skaðinn verður meiri,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins á þingi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Hann sagði þingmenn og ráðamenn Samfylkingar hafa talað krónuna niður með ótrúlegum yfirlýsingum og vísaði þar til flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar fyrir skömmu.

Undir háværum hrópum þingmanna sem ýmist hvöttu hann eða löttu í málflutningnum sagði hann framsóknarmenn hafa þorað að ræða um ýmsa möguleika í þessum efnum og minntist í því samband í norsku krónuna.

Gunnar Bragi spurði hvernig færi fyrir stjórnmálamönnum í öðrum löndum sem töluðu gjaldmiðilinn sinn niður og sagðist vera hræddur um að þess yrði krafist að þeir segðu af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert