Vildu virða úrskurðinn

Frá fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld.
Frá fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Fulltrúar Samfylkingar og Neslista í bæjarstjórn Seltjarnarness lögðu til á fundi bæjarstjórnar í kvöld að úrskurður innanríkisráðuneytisins í máli Ólafs Melsteð yrði virtur.

„Fyrir liggur úrskurður innanríkisráðuneytisins þann 22. febrúar síðastliðinn um að niðurlagning stöðu Ólafs Melsteð hjá Seltjarnarnesbæ í kjölfar samþykktar meirihluta Sjálfstæðisflokks á nýju skipuriti bæjarins þann 8. september 2010 hafi verið ólögmæt og fari í bága við þágildandi sveitarstjórnarlög.

Við undirrituð bæjarfulltrúar Neslista og Samfylkingar teljum að bæjarstjórn Seltjarnarness eigi að virða þennan úrskurð ráðuneytisins og taka hann alvarlega. Í úrskurðinum felst að rangt hafi verið staðið að málum skv. sveitarstjórnarlögum og við því þarf bæjarstjórn að bregðast.  

Við mótmæltum umræddri skipuritsbreytingu á bæjarstjórnarfundinum 8. september og greiddum atkvæði gegn henni. Við töldum skorta rökstuddar forsendur fyrir hinu breytta skipuriti og ávinning óljósan. Lögðum við til að stofnað yrði vinnuteymi til þess að yfirfara fyrirliggjandi tillögu. Því hafnaði meirihlutinn. Sú stjórnsýsla sem innanríkisráðuneytið úrskurðar hér um, sú handvömm sem hér kann að hafa orðið og mögulegur kostnaður bæjarsjóðs er á ábyrgð bæjarstjóra og þeirra sem samþykktu hið nýja skipurit. Við leggjum til í ljósi úrskurðar Innanríkisráðuneytisins að bæjarstjórn leiti sáttaleiða við Ólaf Melsted og reyni þannig að ljúka þessu máli á sem farsælastan hátt,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert