Græna hagkerfið verði eflt

mbl.is/Hjörtur

Samþykkt var á Alþingi í dag með 43 samhljóða atkvæðum þingsályktunartillaga um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi en fyrsti flutningsmaður þess var Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Aðrir flutningsmenn voru Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundur Steingrímsson utan flokka en samtals stóðu að tillögunni 21 þingmaður úr öllum flokkum á þingi.

Í tillögunni eru lagðar til samtals 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið á Íslandi og þar á meðal að allir nýir rammasamningar ríkisins við aðila um innkaup uppfylli viðmið í umhverfisskilyrðum í viðkomandi vöruflokkum þar sem slík skilyrði eru til staðar. Ennfremur að efnt verði til fimm ára átaksverkefnis með það að markmiði að auka erlendar fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi hér á landi.

Markmiðið er að ríkið verði fyrirmynd í umhverfismálum og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi. Beitt verði m.a. hagrænum hvötum til þess að efla græna hagkerfið, mengunarkvótar verði lagðir til grundvallar gjaldtöku, grænum störfum verði fjölgað, fræðsla verði aukin um sjálfbæra þróun og umhverfismál og grænt hagkerfi verði grunntónn í kynningu á Íslandi erlendis.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert