Viljum ekki samfélag í kassa

Frá fundi Félagsráðgjafafélags Íslands í morgun
Frá fundi Félagsráðgjafafélags Íslands í morgun

„Við þurfum að skoða vel hvaða áskoranir bíða okkar. Við viljum ekki missa samfélagið okkar ofan í kassa sem flokkar fólk niður eftir aldri, getu, menntun eða tekjum.“

Þetta sagði Páll Ólafsson, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands á aðalfundi félagsins í morgun sem bar yfirskriftina „Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum“. Í dag er alþjóðlegur dagur félagsráðgjafa.

Hann gagnrýndi tillögu um að skólahjúkrunarfræðingar gefi stúlkubörnum allt niður í 11 ára getnaðavarnir og sagði að nær væri að auka ráðgjöf og fræðslu. 

„Það er eins og við séum búin að gefast upp fyrir þessari alþjóðlegu klámöldu,“ sagði Páll og sagði að mikil krafa væri um lausnir á ýmsum vandamálum í íslensku þjóðfélagi, en ekki gefið svigrúm til að auka ráðgjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert