Þjóðin fái rentu af eign sinni

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir GVA

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sagði í umræðum á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að ef þjóðin segði já við spurningu um hvort náttúruauðlindir ættu að vera í þjóðareign þýddi það að þjóðin ætti að fá rentu af auðlindinni.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Valgerði um þessa spurningu. Hann minnti á að í gegnum árin hefðu þingmenn rætt ítarlega um að gera þá breytingu á stjórnarskrá að setja ákvæði um að auðlindir ættu að vera þjóðareign. Hann sagði ljóst að um orðalag á þessu ákvæði væri allgóð sátt milli flokkanna.

Í tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu er gert ráð fyrir að ein af þeim spurningum sem lögð verði fyrir þjóðina sé: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði að náttúruauðlindir lýstar þjóðareign?“ Valgerður sagði að ef slíkt ákvæði yrði sett í stjórnarskrá þýddi það að þjóðin ætti auðlindirnar og þar með væri eðlilegt að þjóðin fengi auðlindarentu af þessari eign sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert