Kostnaður við að dreifa rafmagni lækkar

mbl.is/Brynjar Gauti

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að gjaldskrá Landsnets hafi lækkað um 44% að raungildi frá árinu 2005. Kostnaður við flutning rafmagns sé núna 9% af rafmagnskostnaði almennings, en þetta hlutfall hafi verið 12% árið 2005.

Þórður sagði að ástæðan fyrir þessu væri annars vegar hagræðing í rekstri Landsnets og hins vegar aukin kaup stóriðjunnar á rafmagni sem bæru uppi stærri hluta kostnaðarins en áður.

Þórður sagði að á sama tíma og almenningur greiddi minna fyrir flutning raforkunnar væri verið að boða miklar hækkanir á gjaldskrá dreifiveitna í nágrannalöndum okkar. Ástæðan er mikil þörf fyrir fjárfestingar í flutningskerfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert