Kristín íhugar framboð

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segist í samtali við mbl.is íhuga framboð til embættis forseta Íslands.

„Það er nú þannig að það hefur á undanförnu ári margoft verið komið að máli við mig og ég hvött til þess að bjóða mig fram, en ég hef alltaf svarað á sama veg að ég vilji ljúka því verki sem ég hef tekist á hendur í Háskóla Íslands og sé ekki að hugsa annað,“ segir Kristín.

„Eftir skoðanakönnunina um síðustu helgi, sem að benti til að meirihluti þjóðarinnar óskaði eftir endurnýjun í forsetaembættinu, hefur stór hópur haft samband við mig og í þeim hópi eru meðal annars einstaklingar sem áður hafa haft samband. Þetta ber brátt að en ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki og af sjálfsögðu þá íhuga ég þetta og tek ákvörðun alveg á næstunni,“ segir Kristín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert