Þingfundi gæti lokið kl. 3 í nótt

Alþingi ræðir nú þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Stjórnarskrá Íslands í …
Alþingi ræðir nú þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Stjórnarskrá Íslands í sumar. mbl.is/Hjörtur

Álfheiður Ingadóttir, varaforseti Alþingis, upplýsti að ef allir þingmenn sem væru á mælendaskrá nýttu sér fullan ræðutíma tæki umræðan sem eftir væri um 180 mínútur, eða þrjá klukkutíma og að atkvæðagreiðslur tækju um 3 klukkutíma til viðbótar. Ef þetta allt gengur eftir er því ljóst að lyktir málsins gætu orðið um kl. 3 í nótt, sem er þremur klukkutímum of seint, m.v. lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Áður en Álfheiður upplýsti um þetta fór Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu og sagði að á þingi væri enginn „lýðræðislegur meirihluti.“ Hún sagði að þingmenn væru allir lýðræðislega kjörnir. Hún sagðist ætla að nýta sér rétt sinn sem henni væri tryggður í þingskapalögum til þess að tjá sig.

Ragnheiður gerði athugasemd við ummæli Magnúsar Orra Schram, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, þar sem hann lagði áherslu á að hægt yrði að sjá fyrir um hvenær umræðum um þingsályktunartillöguna lyki og minnti þingheim á að það væri lýðræðislegur meirihluti á Alþingi. Nú ræða þingmenn um fundarstjórn forseta og á mælendaskrá eru 10 þingmenn. Til að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram 30. júní verður Alþingi að afgreiða þingsályktun um málið fyrir miðnætti.

Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir mbl.is/Sigurður Bogi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,alþingismaður Sjálfstæðisflokks.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,alþingismaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert