GRÆNN APRÍL að hefjast

Átakið GRÆNN APRÍL hefst um helgina en átakinu er ætlað að efla vitund landsmanna um umhverfismál með því að vekja athygli á vistvænum möguleikum sem í boði eru fyrir neytendur. Reykjavíkurborg tekur þátt í átakinu en annað kvöld verður slökkt á götulýsingu á milli kl. 20:30 og 21:30 í borginni.  

Guðrún Bergmann er einn skipuleggjenda átaksins sem nú er haldið í annað sinn. Hún segir að núna verði lögð áhersla á vistvænar samgöngur, vistvænt heimilishald og umhverfisvæna vellíðan. MBL Sjónvarp ræddi við hana um átakið.

Veglegt aukablað um GRÆNAN APRÍL fylgir Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert