Staðfest hitamet 20,5 stig

Það hefur verið heitt við Kvísker.
Það hefur verið heitt við Kvísker. mbl.is/RAX

Langhæsti hiti sem mælst hefur í mars hér á landi mældist í Kvískerjum í Öræfum á fimmtudaginn. Þar mældist hámarkshitinn 20,5 stig en gamla metið var 18,8 stig og var sett á Eskifirði 28. mars 2000.

Hitinn í Kvískerjum fór tvisvar dagsins í 20,5 stig, í fyrra skiptið kl. 13:40 og í síðara skiptið kl. 15:20. Um suðaustanvert landið varð víða hlýtt þennan dag og ný hámarksmet marsmánaðar sett á fjölmörgum veðurstöðvum.

Veðurstöð Veðurstofunnar í Kvískerjum er sjálfvirk og stendur nærri bænum, þar mældist hitinn 20,5 stig. Vegagerðin er einnig með veðurstöð á staðnum og stendur hún niðri við veg, þar mældist hitinn mest 19,6 stig þennan dag.

Í umfjöllun um veðurfarið í Morgunblaðinu í dag segir Trausti Jónsson veðurfræðingur marsmánuð hafa verið hlýjan í ár, sérstaklega fyrir norðan og austan, en hann komist þó ekki nálægt því að vera hlýjasti mars síðan veðurmælingar hófust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert