Þjóðverjar lokið eftirliti sínu

F-4 orrustuþotur þýska flughersins.
F-4 orrustuþotur þýska flughersins. Wikipedia

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Íslands, sem flugsveit á vegum þýska flughersins hóf að sinna 10. mars, lauk síðastliðinn föstudag samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Fjórar 4F-orrustuþotur sem notaðar voru til gæslunnar flugu af landi brott á fimmtudag og föstudag sem og þeir um hundrað liðsmenn þýska flughersins sem unnu að verkefninu hér á landi.

Um tuttugu manns eru þó enn á landinu og verða fram yfir páska við lokafrágang. Þetta er annað árið sem loftrýmisgæsluverkefnin eru í umsjón Landhelgisgæslunnar og í annað sinn sem liðsveit þýska flughersins annast eftirlit við Ísland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert