„Gerðist á þeirra vakt“

Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi
Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi Sverrir Vilhelmsson

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, áréttar í tilefni af umfjöllun um rekstrarleyfi til skemmtistaðarins Goldfinger að leyfið var veitt í í tíð fyrrverandi meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Y-lista Kópavogsbúa.

Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, fjallaði um málið í gærkvöldi og greindi frá því, að fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Næstbesta flokksins í Kópavogi lögðu fram fyrirspurn á síðasta fundi bæjarráðs um útgáfu starfsleyfis fyrir skemmtistaðinn Goldfinger. 

Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar Guðrúnar Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfingers þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt einróma á fundi sínum 12. september 2010 að slíkt skyldi gert. 

Ármann Kr. tekur fram að leyfið var veitt af  sýslumanninum í Kópavogi 28. febrúar 2011. Því hafi bæjarfulltrúarnir haft meira en ár til að grennslast fyrir um ástæður þess að umsögn barst ekki frá Kópavogsbæ og umsagnaraðilar voru ekki kallaðir saman,  eins og bæjarráð hafði óskað eftir. 

„Ef bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi verða þeir að líta í sinn eigin barm. Þetta gerðist á þeirra vakt. Þeir geta heldur ekki firrt sig ábyrgð með því að benda á embættismennina. Ábyrgðin er alfarið hjá þeim sjálfum,“ segir Ármann Kr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert