Sópa götur í Reykjavík

.
. Vefsvæði Reykjavíkurborgar

Unnið er að hreinsun gatna og gönguleiða með kröftugum hreinsitækjum í Reykjavík þessa dagana og má gera ráð fyrir að unnið verði að hreinsunarstörfum út mánuðinn.

Umtalsvert meiri vinna er við þrifin en áður vegna mikils sands og drullu sem er á götum og gangstígum. „Við höfum þurft að tæma bílana þrisvar sinnum oftar en áður á sama svæði,“ er haft eftir Lárusi Kristni Jónssyni, framkvæmdastjóra Hreinsitækni, í fréttatilkynningu frá borginni, en Hreinsitækni annast hreinsun fyrir borgina. Hann segir að fólk sé greinilega mjög ánægt að sjá þá koma því það kemur gjarnan út og færir bílana frá.

Þessa dagana er unnið í Háaleiti, Gerðum og Fossvogi og verður fyrri yfirferð í þessum hverfum lokið fyrir páska. Þá er tækifærið notað til að hreinsa skólalóðir meðan nemendur eru í páskafríi.

Fram að páskum verður einnig lögð áhersla á hreinsun göngu- og hjólastíga enda má búast við að fólk stundi hjólreiðar og útivist í páskafríinu. Áhersla er lögð á helstu hjólaleiðir s.s. um Fossvogsdal, Elliðaárdal upp í Víðidal og áfram upp að Rauðvatni. Einnig verða leiðirnar meðfram Miklubraut og yfir Gerðin hreinsaðar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert