Allt stefnir í að Kolaportið verði um kyrrt

Finna má margvíslegan varning í Kolaportinu, þ.m.t. bækur.
Finna má margvíslegan varning í Kolaportinu, þ.m.t. bækur. mbl.is/Árni Sæberg

„Málið er í góðum farvegi. Reykjavíkurborg, fjármálaráðuneytið og Tollstjórinn eru að ræða næstu skref. Nú eru uppi hugmyndir um aðrar lausnir en fyrst voru lagðar fram fyrir fimm mánuðum og fólu í sér að rampur væri byggður sem klyfi bygginguna í tvennt milli norðurs og suðurs.“

Þetta segir Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, um þau umskipti sem hafa orðið í málum markaðarins.

„Hugmyndin gekk út á ramp og bílastæði á þakinu á Tollhúsinu. Sú lausn hefði verið hræðileg fyrir Kolaportið enda hefði þetta orðið risaferlíki sem verslunin ætti erfitt með að laga sig að.

Gunnar segir að þótt málin þokist hægt sé hann vongóður um að málið fái að lokum farsæla lausn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert