Ísland kynnt fyrir Kínverjum

Um 9.000 kínverskir ferðamenn sóttu Ísland heim síðasta sumar og er það 70% aukning miðað við árið á undan. Þetta er þó ekki stór hluti kínversku þjóðarinnar eða aðeins um 0,0007%.

Vonir standa til að fjölga megi kínverskum ferðamönnum til Íslands enn frekar en hugur sífellt fleiri Kínverja stendur til utanfara samfara auknum kaupmætti í landinu. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu sem iðnaðarráðuneytið sendi frá sér í gær.

Nýverið kynntu fjögur íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi sína í kínversku borgunum Chongqing og Peking. Fyrirtækin sem um ræðir voru Iceland Travel, Allrahanda, Icelandair og Hotels of Iceland en síðastnefnda er skrifstofa Foss- og Reykjavíkurhótela í Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert