Mest fylgi meðal sjálfstæðismanna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur hlutfallslega mest fylgis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins vegna forsetakosninganna í sumar samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi forsetaframbjóðenda sem birtar voru í dag. Samkvæmt þeim styðja 58,3% þeirra framboð Ólafs.

Helmingur kjósenda Framsóknarflokksins styðja ennfremur Ólaf áfram sem forseta og rúm 38% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs en minnstan stuðning hefur hann á meðal kjósenda Samfylkingarinnar eða 19%.

Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar styður framboð Þóru Arnórsdóttur eða 81%. Sama er að segja um kjósendur VG en 57,1% þeirra styðja framboð hennar. Þóra nýtur stuðnings 46% fylgis Framsóknarflokksins og þriðjungs kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert