Vilja fara strax í Norðfjarðargöng

Neskaupstaður, en Norðfjarðargöng tengja saman Eskifjörð og Neskaupstað.
Neskaupstaður, en Norðfjarðargöng tengja saman Eskifjörð og Neskaupstað. www.mats.is

Í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í Fjarðabyggð til þess að safna undirskriftum íbúa til að skora á Alþingi og ríkisstjórn Íslands um að framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga.

Meðlimir félagasamtaka, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórnendur fyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð verða meðal þeirra sem ganga á milli húsa í bæjarhverfunum sex til þess að safna undirskriftum. 

Í áskoruninni segir að verklegar framkvæmdir við Norðfjarðargöng hafi átt að hefjast árið 2009, en þeim hafi verið var frestað til 2011. Í drögum að nýrri samgönguáætlun sé gert ráð fyrir frekari frestun, eða allt til 2015. 

„Þessar tafir eru með öllu óásættanlegar fyrir íbúa og atvinnulíf vegna þeirra hamlandi og skaðlegu áhrifa sem núverandi vegur hefur á framþróun samfélagsins í Fjarðabyggð og lífsgæði íbúa á Austurlandi. Það er óforsvaranlegt að eitt öflugasta sveitarfélag landsins sé klofið í herðar niður með þeim hætti sem fjallgarðurinn um Oddsskarð gerir. Við, undirrituð, skorum hér með á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að gera nú þegar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að framkvæmdir við gerð Norðfjarðarganga megi hefjast svo fljótt sem auðið er, en eigi síðar en fyrir lok þessa árs, 2012.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert