7 milljónir í endurfundi stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð fundaði í Kennaraháskólanum fjóra daga í mars.
Stjórnlagaráð fundaði í Kennaraháskólanum fjóra daga í mars. Morgunblaðið/Golli

Kostnaðurinn við að kalla stjórnlagaráð saman að nýju í 4 daga í mars var rúmar sjö milljónir króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttir þingmanns Framsóknarflokksins.

Alþingi ákvað í lok febrúar að kalla stjórnlagaráð saman að nýju í fjóra daga til að fara yfir  athugasemdir frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis við tillögur ráðsins að breytingum á stjórnarskrá.

Vigdís Hauksdóttir fór fram á sundurliðaða kostnaðargreiningu við fundi stjórnalagaráðs, dagana 8. - 11. mars síðastliðna. Í svari þingforseta kemur fram að heildarkostnaður var 7.082.211 krónur. Þar af var mestur kostnaður við launagreiðslur ráðsfulltrúa, alls 3.293.587 krónur, en næstmestur í kostnað við aðra starfsmenn, rúmar 1,9 milljónir. 

Húsnæðiskostnaður vegna stjórnlagaráðs þessa daga var 826.000 auk 392.560 króna í hótelkostnað og fæði. Annar kostnaður var samtals 644.095 krónur en til þess telst t.d. ferðakostnaður, ljósmyndarar, sími, nettenging o.fl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert