Brotist inn í Bjarnabúð

(Sviðsett)
(Sviðsett) mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tilkynnt var um innbrot í Bjarnabúð í Reykholti til lögreglunnar á Selfossi. Ekki liggur fyrir nánari tímasetning á innbrotinu.  

Þjófarnir brutu rúðu með steini og komust þannig inn í verslunina.  Þeir stálu nokkrum vindlingalengjum og neftóbaki.  Aðfaranótt sumardagsins fyrsta var einnig brotist þarna inn og líka inn í verslunina í Þrastarlundi við Sog. 

Nákvæmlega eins var staðið að öllum þessum innbrotum og allar líkur til að sömu einstaklingar hafi verið að verki. 

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þessi innbrot að hafa samband í síma 480 1010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert