„Skammar þeirra verður lengi minnst“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég fullyrði að engum sem stóð að því að samþykkja skipan rannsóknarnefndar alþingis hafi dottið í hug að starf hennar mundi leiða til þess að forsætisráðherra yrði sakfelldur án refsingar fyrir að efna ekki til ríkisstjórnarfundar en öllum efnisatriðum vegna aðdraganda bankahrunsins yrði hafnað annaðhvort með frávísun eða sýknu.“

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni um niðurstöðu Landsdóms í dag um ákærur á hendur Geir H. Haarde sem gegndi embætti forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, en Björn var einn ráðherra í ríkisstjórn Geirs.

„Ofstæki meirihluta alþingis í garð Geirs H. Haarde missti marks. Þingmönnunum 33 sem stóðu að ákærunni tókst ekki að breyta stjórnmálaágreiningi í refsingu á hendur pólitískum andstæðingum. Þeir hreykja sér nú af því að meirihluti dómenda hengdi hatt sinn á formsatriði. Skammar þeirra vegna þessa máls verður lengi minnst.“

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert