N1 lækkar verð á bensíni

mbl.is/Hjörtur

N1 hefur ákveðið að lækka verð á bensíni um tvær krónur á lítrann. Bensínlítrinn er því ódýrastur hjá N1, 263,90 krónur.

Hins vegar er verð á dísil ekki lækkað og er dísillítrinn á 261,90 krónur hjá N1.

Samkvæmt vefnum gsmbensín.is kostar lítrinn af bensíni 265,60 krónur hjá Orkunni þar sem það er næstlægst en dísillítrinn er ódýrastur hjá Orkunni, 261,60 krónur.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert