Baráttan aðeins til heimabrúks?

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, spyr að því á Facebook-síðu sinni í dag hvort barátta Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á sínum tíma gegn matvælafrumvarpi Einars K. Guðfinnssonar, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi aðeins verið til heimabrúks í ljósi þess að ekki ætti að leggjast gegn innflutningi á hráu kjöti og lifandi búfé gangi Ísland í Evrópusambandið.

Haraldur vísar til umræðu á Alþingi í dag um utanríkismál þar sem Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hafi sagt að Bændasamtökin myndu ekki setja samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðunum við ESB þegar Jón Bjarnason, samflokksmaður Árna og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi minnt á að ekki stæði til að leggjast gegn áðurnefndum innflutningi.

„Var þá barátta VG gegn matvælafrumvarpi Einars K Guðfinnssonar, aðeins til heimabrúks?“ spyr Haraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert