Hefur ekki tekist að ná samstöðu

mbl.is

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri var gestur á miðstjórnarfundi ASÍ í gær þar sem gengismál og gjaldeyrishöft voru í brennidepli. Tilefnið var, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, auknar líkur á forsendubresti kjarasamninga, sem koma til endurskoðunar í janúar næstkomandi.

„Það eru vaxandi líkur á því að forsendur kjarasamninga varðandi bæði verðbólgu og gengi standist ekki. Og auðvitað er það áhyggjuefni, bæði hvað varðar kjör okkar fólks en líka vegna þess að þá eykst auðvitað óvissan í efnahagslífinu,“ segir Gylfi. Farið hafi verið yfir stöðuna á fundinum og rætt um mögulegar leiðir til að ná tökum á vandanum.

„Það er alveg ljóst að það verður ekki einfalt og að sumu leyti tengist það því að það hefur ekki tekist að mynda samstöðu, hvorki inni á Alþingi né meðal þjóðarinnar, um hvað við viljum gera,“ segir hann. Mikilli orku hafi verið varið í að ræða skyndilausnir en á meðan fljóti þjóðin hægt og sígandi að feigðarósi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert