Tékkneskar herþotur til Íslands?

Tékkar eiga 14 JAS-39 herþotur.
Tékkar eiga 14 JAS-39 herþotur.

Stjórnvöld í Tékklandi hafa boðist til að sjá um loftrýmisgæslu við Ísland árið 2014. Tékkneska varnarmálaráðuneytið segist vera tilbúið til að senda fjórar herþotur til Íslands og að þær verði hér frá september til desember 2014.

Atlantshafsbandalagið var með herþotur á Keflavíkurflugvelli meðan varnarliðið var þar með aðstöðu. Eftir að bandarísk stjórnvöld tóku ákvörðun um að kalla herliðið heim frá Íslandi hafa herþotur frá Nató öðru hverju verið hér með loftrýmisgæslu. Tékkar segjast nú tilbúnir til að taka þátt í þessari gæslu.

Tékkneskar herþotur koma til með að sinna loftrýmisgæslu í Eystrasaltslöndunum í fjóra mánuði á þessu ári.

Tékkar eiga 14 JAS-39 herþotur. Umræður hafa verið í Tékklandi um endurnýjun flugflotans, en ríkisstjórn landsins segir að engar ákvarðanir verði teknar í þá veru fyrr en 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert