„ESB ríkin þurfa að líta sér nær“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Ætla þeir að kenna okkur lexíu um ofveiði eða sjálfbærni veiða?“ spyr Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vísar hann þar til Evrópusambandsins og makríldeilunnar en fundað var í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun um hótanir sambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna.

„ESB íhugar refsiaðgerðir vegna veiða Íslendinga á makríl í okkar eigin lögsögu. Allt til að þrýsta á um samninga sem þeir geta sætt sig við. ESB ríkin þurfa að líta sér nær og framkvæmdastjórnin að láta af hrokanum. ESB ofveiðir um 75% af öllum stofnum innan fiskveiðilögsögu sinnar og brottkast er gengdarlaust. Talið er að allt að 80% af veiddum fiski sé hent aftur í sjóinn,“ segir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert