Brotist inn í raftækjaverslanir

mbl.is

Brotist var inn í tvær raftækjaverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í öðru tilvikinu hafði lögreglan hendur í hári innbrotsþjófanna og lagði hald á þýfi.

Um tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í raftækjaverslun í Garðabæ. Þegar lögregla kom á vettvang var búið að brjóta rúður í versluninni. Á þessari stundu er ekki vitað hvort einhverju var stolið.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt fékk lögregla tilkynningu um innbrot í raftækjaverslun í vesturborginni. Á sama tíma stöðvuðu lögreglumenn bifreið á leið frá versluninni.

Þrír voru handteknir og vistaðir í fangaklefa en ökumaðurinn er einnig grunaður um   akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Ekki er vitað hve miklu var stolið en lögregla haldlagði eitthvað af þýfi í fórum þeirra. Málið er í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert