Fundað fram á sumar ef þarf

Steingrímur. J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Steingrímur. J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að vel væri hægt að ljúka þinginu 31. maí næstkomandi eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ef Alþingi þyrfti hins vegar að starfa fram í júní til þess að klára þau mál sem þyrfti að klára þá yrði það gert og jafnvel fram í júlí.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði Jóhönnu og sagði að hún hefði með þessu sýnt sitt rétta andlit með slíkum hótunum. Það hefði hins vegar að minnsta kosti ekki áhrif á þingmenn Framsóknarflokksins og að þeir væru reiðubúnir að funda sleitulaust á Alþingi fram að næstu kosningum.

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sakaði stjórnarandstöðuna um að taka þingið í gíslingu og koma í veg fyrir að mál yrðu afgreidd á Alþingi. Ef stjórnarandstöðuþingmenn ætluðu að gera það yrði svo að vera en þá bæru þeir líka ábyrgð á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert