Einar Kristinn: Fiskveiðifrumvörpin og stjórnarskráin

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson

„Þrjár lögfræðistofur hafa hver um sig komist að niðurstöðu um að fiskveiðilagafrumvörp ríkisstjórnarinnar brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í álitum sem hafa verið lögð fram í atvinnuveganefnd Alþingis sem hefur nú frumvörpin til meðferðar,“ segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál, segir Einar K., og ætti eitt og sér að nægja til þess að Alþingi hafnaði frumvörpunum.

Í grein sinni segir Einar K. meðal annars: „Þau fiskveiðistjórnarfrumvörp sem Alþingi hefur nú til meðferðar eru stórskaðleg. Þau munu valda tjóni hjá fyrirtækjum, raska byggð, leiða til launalækkana hjá starfsfólki, draga úr þjóðhagslegri arðsemi og eru hörð atlaga að fjármálakerfinu. Á þetta hefur verið bent af fræðimönnum, endurskoðendum, fjármálafyrirtækjum, útvegsmönnum, sjómönnum, fiskverkendum og sveitarstjórnarmönnum og fjölmörgum alþingismönnum. Það er hryggilegt hve formælendur þessara frumvarpa taka þessum alvarlegu ábendingum af mikilli léttúð og kæruleysi.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert