Tjáir sig ekki um ásakanir forseta

Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson.
Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svavar Halldórsson, fréttamaður og sambýlismaður Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda, vill ekki tjá sig um ásakanir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þess efnis að fréttastofa RÚV hafi misnotað aðstöðu sína til að styðja við framboð Þóru.

Ólafur Ragnar sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun að ýmsir fjölmiðlar hefðu unnið markvisst gegn sér, legðu sig í líma við að rifja upp neikvæð skrif um hann og lofsyngja aðra frambjóðendur.

Hann nefndi dæmi um fréttaflutning Svavars á RÚV af skoðanakönnun samtakanna Betri kostur á Bessastaði, en þau samtök styðja framboð Þóru.

„Fréttin var sérhönnuð til að sá efasemdum í minn garð, þetta fékk hann að gera á sama tíma og þau (Svavar og Þóra) höfðu samþykkt að fylgi hennar hefði verið mælt,“ sagði Ólafur Ragnar. „Hann (Svavar) var með fleiri fréttir til að sá tortryggni í minn garð eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á framboði. Þetta finnst mér endurspegla ákveðna blindu í fjölmiðlum,“ sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert