Minni losun gróðurhúsalofttegunda frá áliðnaði

ÍSAL Straumsvík stækka

ÍSAL Straumsvík mbl.is/Árni Sæberg

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi minnkaði á síðasta ári um 6% á hvert framleitt tonn. Losun hefur minnkað um 75% á hvert framleitt tonn frá árinu 1990.

Ragnar Guðmundsson, formaður Samáls, samtaka álfyrirtækja, segir að árangur álfyrirtækjanna á Íslandi sé mun betri en fyrirtækja annars staðar í heiminum. Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína, þar sem framleiðsla hefur aukist mikið, sé um 15 tonn á hvert áltonn. Á Íslandi sé losunin 1,6 tonn á hvert framleitt áltonn.

Á fundinum í dag kom fram að losun flúors frá áliðnaði á Íslandi lækkaði um 6% í fyrra á hvert framleitt tonn. Frá 1990 hefur losun flúors frá áliðnaði lækkað um 96%.

Ragnar sagði að á fundinum í dag að endurvinnsla í áliðnaði væri mjög mikil. 75% af öllu áli sem framleitt hefði frá upphafi í heiminum væri enn í notkun. Ragnar sagði að notkun á léttum málmi eins og áli sparaði mikið í umhverfismálum, því léttari vélar þýddi minni losun gróðurhúsalofttegunda í flutningastarfsemi.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp á fundinum. Hún benti á að þó að dregið hafi úr losun á gróðurhúsalofttegundum á hvert áltonn sem framleitt er á Íslandi hefði heildarlosun frá íslenskum áliðnaði aukist verulega á síðustu árum vegna aukinnar framleiðslu hér á landi.

Við ákvörðun Evrópusambandsins um losunarheimildir fyrir álver sem taka gildi frá árinu 2013 er tekið mið af frammistöðu þeirra 10% álvera í Evrópu sem best standa sig í þessum efnum og eru íslensku álverin öll í þeim hópi. Ragnar sagði að engu að síður þyrftu íslensku álfyrirtækin að greiða háar upphæðir þegar þetta kerfi yrði tekið upp.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Finnur ekki svikinn umbjóðanda

09:53 „Skjólstæðingur minn er í ákveðnum vanda við að reyna finna ætlað fórnarlamb í ætluðum umboðssvikum,“ sagði verjandi Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, á fimmta degi aðalmeðferðar yfir honum, fleiri stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum KPMG. Meira »

Lokað þinghald í LÖKE-máli

09:35 Þinghald í svokölluðu LÖKE-máli verður lokað. Aðalmeðferð hefst 11. mars en í málinu er lögreglumaður m.a. ákærður fyrir að hafa án tilefnis flett upp konum í málakerfi lögreglunnar. Hlýtt verður á vitnisburð tíu vitna í málinu. Meira »

Jökulsárlón á síðu National Geographic

08:30 Mynd af Jökulsárlóni birtist á Instagramsíðu náttúrulífstímaritsins National Geographic í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland er viðfangsefni tímaritsins, því nýverið birtist umfjöllun um eldgosið í Holuhrauni á vef tímaritsins. Meira »

Einnar gáttar stefna skaðar

08:17 „Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar.“ Meira »

Ákvörðun um þrengingu var frestað

07:57 Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að hefja kynningu á tillögu umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar að þrengingu á Grensásveg og gerð hjólastígs á götunni sunnan Miklubrautar. Meira »

Byggja upp jarðhitasvæði í Níkaragva

07:37 Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu milli ENEL, orkufyrirtækis Níkaragva, og fyrirtækisins Icelandic Geothermal Power SE um þróun auðlindagarðs á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoya og Mombacho. Meira »

Mengun á Melrakkasléttu

06:47 Búast má viðgasmengun norður af gosstöðvunum í Holuhrauni, frá Melrakkasléttu vestur yfir Tröllaskaga í dag.  Meira »

Áhöfn Týs lögð af stað

07:02 Varðskipið Týr lagði úr Reykjavíkurhöfn rétt eftir hádegi í gær áleiðis í Miðjarðarhaf, suður af Ítalíu, þar sem skipið mun næstu tvo mánuði sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Ráðgert er að varðskipið verði á þeim slóðum út janúar. Meira »

Vindstrengir við fjöll

06:45 Vegir eru að mestu auðir á landinu en þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum á Norðausturlandi einkum inn til landsins. Það er víða hvasst og vindstrengir við fjöll á Vesturlandi. Meira »

Nánast eldsneytislaus við lendingu

06:41 Betur fór en á horfðist í gærkvöldi er Cessna flugvél var snúið við á leið sinni frá Grænlandi til Íslands en óttast var að eldsneyti vélarinnar dygði ekki. Mikill viðbúnaður var hér á landi en vélin lenti heilu og höldnu í Kulusuk. Þá var einungis eftir eldsneyti fyrir 5 mínútna flug til viðbótar. Meira »

Átti ekki fyrir veitingunum

06:25 Ölvaður maður var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni um níu leytið í gærkvöldi en hann var búinn að fá afgreiddar veitingar sem hann gat ekki borgað fyrir.  Meira »

Gripin við hnupl í verslun

06:21 Kona í annarlegu ástandi var handtekin um átta leytið í gærkvöldi grunuð um hnupl í verslun í austurhluta Reykjavíkur.  Meira »

Ungmenni sluppu vel í umferðaróhappi

06:16 Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Ártúnsbrekku um hálf tvö leytið í nótt og ók á vegrið. Ökumaðurinn og fjórir farþegar í bifreiðinni sluppu við meiðsl en allir sem voru í bifreiðinni eru 16 og 17 ára. Meira »

Erum að dragast aftur úr

05:30 Íslendingar hafa dregist aftur úr nágrannaþjóðunum í útflutningi í sjávarútvegi á síðustu árum. Á sama tíma og útflutningsverðmæti sjávarafurða Færeyinga hefur tvöfaldast og Norðmanna þrefaldast hefur verðmæti útfluttrar sjávarvöru frá Íslandi nánast staðið í stað. Meira »

Eiturgufur í lofti

05:30 Íbúar við Súðarvog í Reykjavík hafa kvartað undan efnamengun frá nýju sprautunarverkstæði í hverfinu en borgaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu. Meira »

Stjórnin alltaf upplýst

05:30 Ekki er að sjá að samdráttur í starfsmannahaldi Ríkisútvarpsins hafi ennþá skilað sér í lægri launakostnaði fyrirtækisins. Þetta segir í minnisblaði um málefni RÚV sem Ríkisendurskoðun hefur sent fjárlaganefnd Alþingis. Meira »

Matur uppfyllir ekki manneldismarkmið

05:30 Maturinn í leikskólanum Sunnufold í Grafarvogi uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið samkvæmt úttekt foreldraráðs skólans. Meira »

13 milljarða aukning milli ára

05:30 Þrjár af helstu þjónustugreinum ferðaþjónustunnar voru í örum vexti á fyrstu átta mánuðum ársins og er veltan á tímabilinu farin að nálgast 100 milljarða í fyrsta sinn. Meira »
Sófaborð til sölu
Til sölu sófaborð. 1m x 50 cm og 46 cm á hæð. Vandaður viður. Verð: 10.000 kr. ...
SKÍRTEINI OG PLASTKORT
Samskipti - prentlausnir fyrir skapandi fólk....
Verkleg kója hægt að hafa sem tvö rúm
Kója sem hægt er að hafa sem 2 rúm til sölu uppl s 8464774...
KAUPMANNAHÖFN YNDISLEGAR ÍBÚÐIR
Kaupmannahöfn â€" yndislegar íbúðir. Tvær fullbún...
 
Skipulagstillaga í borgarbyggð
Tilkynningar
Lýsingar vegna tveggja skipula...
Hlín
Félagsstarf
jHlín 6014111819 VI...
Samkoma
Félagsstarf
Kl. 11.00 Samkoma. Helgi Gu...
Uppboð á hestum
Nauðungarsala
Uppboð Eftirtaldir hestar verða ...