Þjóðin taki af skarið í stórum deilumálum

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag fyrir að beita málþófi í þingsal. Hann segir að þingið eigi að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að láta þjóðina einfaldlega taka af skarið til að leysa stór deilumál.

„Þær raddir gerast háværari að fulltrúalýðræðið hafi kannski með sínum hætti gengið sitt skeið að nokkru leyti, og það sé ástæða til að beita fremur beinu lýðræði. Ég held að það megi sannarlega til sanns vegar færa að þjóðaratkvæðagreiðslur séu bæði málefnalegri, skemmtilegri og lýðræðislegri leið heldur en málþóf til þess að ráða niðurstöðum í helstu álitaefnum okkar samtíðar,“sagði þingmaðurinn í umræðum um störf þingsins í dag.

Hann sagði að á vordögum ætti þingið að velta því fyrir sér hvort það væri ástæða að láta þjóðina taka af skarið í stórum deilumálum, s.s. um um rammaáætlunina, kvótamálin, aðildarumsóknina að ESB og stjórnarskrána.

„Látum þjóðina einfaldlega skera úr í þessum málum með beinum og milliliðalausum hætti fyrst það ekki hægt að ráða þeim til þau til lykta fyrir málþófi hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert