Fá ný félög að fæðast í hagkerfinu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, innsigla …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, innsigla samninga. mbl.is/Ómar

Á fyrstu þrem mánuðum ársins voru 460 einkahlutafélög skráð á Íslandi eða 19 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þau eru hins vegar 9 færri en fyrstu þrjá mánuði ársins 2010, árið sem stjórnvöld hafa sagt að hafi markað endalok samdráttarskeiðsins.

Munurinn er enn meiri ef farið er aftur til ársins 2009 en þá voru 690 einkahlutafélög skráð á tímabilinu.

Séu fjögur félagsform lögð saman, einkahlutafélög, sameignarfélög, samlagsfélög og samlagshlutafélög er summan á fyrstu þrem mánuðum þessa árs 569, borið saman við 545 á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Árið 2010 litu 720 félög í þessum flokkum dagsins ljós á tímabilinu og eru þau því 27% færri í ár. Árið 2009 var nánast eins en þá var 721 félag skráð í einhverjum þessara flokka.

Spurður út í þá staðreynd að nýjum félögum fjölgi ekki meira en þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands,  ljóst að undirliggjandi vöxtur í hagkerfinu „sé langt frá því að vera nægur“ til að koma atvinnuleysinu niður í viðunandi horf, ef frá sé talinn vöxtur greina sem njóti góðs af veiku gengi krónunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert