Bók um krabbamein á Íslandi komin út

Bókin Krabbamein á Íslandi er nú komin út í þriðja …
Bókin Krabbamein á Íslandi er nú komin út í þriðja sinn.

Krabbameinsfélag Ísland færði Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra að gjöf í dag bókina Krabbamein á Íslandi sem félagið gefur nú út í þriðja sinn. Bókin er ætluð leikum og lærðum en í henni er birt viðamikil tölfræði um krabbamein á Íslandi á aðgengilegan hátt, auk áhugaverða greina um sjúkdóminn. 

Krabbameinsskrá hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 1954 og hefur Krabbameinsfélag Íslands annast rekstur hennar frá upphafi.

Í tilkynningu segir að skráin hafi að geyma upplýsingar um allt nýtt krabbamein sem greinst hefur hjá þjóðinni frá árinu 1955. Eitt helsta hlutverk Krabbameinsskrárinnar er að stuðla að forvörnum og þjóna hagsmunum krabbameinssjúklinga með því að vera grunnur rannsókna á orsökum krabbameins, áhrifum forvarna og meðferðar. Þessi grunnur er jafnframt mikilvægur við stefnumörkun og forgangsröðun verkefna innan heilbrigðisþjónustunnar.

Allar tölulegar upplýsingar í bókinni byggjast á nýjustu tiltækum upplýsingum. 

Höfundar bókarinnar eru Jón Gunnlaugur Jónasson og Laufey Tryggvadóttir. Þau fylgdu bókinni úr hlaði með nokkrum orðum þegar þau afhentu Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra fyrstu eintökin í dag ásamt Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands.

Guðbjartur sagði mikinn feng í útgáfu bókarinnar, enda væri greiður aðgangur að tölfræðilegum upplýsingum ásamt öðrum fróðleik sem þar kæmi fram gott innlegg í baráttunni við krabbamein, hefði mikið fræðslugildi og væri góður grunnur að upplýstri umræðu um málefnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka