Halldór í Holti: Skoðum allar leiðir til að ná til kjósenda

Séra Halldór Gunnarsson í Holti
Séra Halldór Gunnarsson í Holti

„16. maí sl. skrifaði formaður miðstjórnar flokksins, Kristján Þór Júlíusson, tölvubréf til formanna félaga um að þeir efndu til umræðu í félögunum um framkvæmd á framboðum og uppstillingu flokksins. Breyttar skipulagsreglur kvæðu á um að miðstjórn setti samræmdar framkvæmdarreglur um röðun á framboðslista og/eða framkvæmd við prófkjör“, segir Halldór Gunnarsson prestur í Holti í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Halldór að í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem stjórnmálin eru í, þar sem vantraust til allra þingmanna sé mjög mikið, verði sjálfstæðismenn að skoða allar leiðir til að ná til kjósenda í komandi kosningum. Síðasti landsfundur samþykkti stefnumótun um þessi mál, sem þingmenn flokksins hafa ekki treyst sér til að framfylgja með þingsályktunartillögu.

Í grein sinni segir Halldór m.a.: „Ég leyfi mér því að varpa fram þeirri hugmynd að sjálfstæðisfélögin ræði þann möguleika að óska eftir heimild miðstjórnar til að bjóða fram tvo lista í næstu alþingiskosningum, D og DD, sem kjördæmisráðin/fulltrúaráðin velji eftir samræmdum reglum miðstjórnar“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert