Ásmundur Einar: Slagsíða í ESB umræðunni

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

„Í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að leggja fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu gáfu stjórnmálamenn fyrirheit um það að jafnræðis, hlutleysis og hlutlægni yrði gætt í umræðu um málið“, segir Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ásmundur segir að þrátt fyrir þessu fögru fyrirheit sé langt í land með að jafnræði sé með þeim aðilum sem mæla með og á móti aðild að ESB. Evrópusambandið hefur þannig ákveðið að verja hundruðum milljóna króna til kynningar, m.a. í gegnum Evrópustofu.

Í niðurlagi greinarinnar segir Ásmundur Einar: „Það er með öllu óskiljanlegt að stjórnvöld og stjórnarþingmenn sem eru eiðsvarnir Stjórnarskrá landsins skuli láta þetta óátalið. Þessu verður að linna, því þetta er ekkert annað en skerðing á jafnræði þeirra sem eru með og á móti aðild að ESB og þetta grefur þar með undan eðliegri lýðræðislegri umræðu um kosti Íslands í alþjóðamálum“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert