Kvöldfundur og ekkert samkomulag um þinglok

mbl.is/Hjörtur

Tillaga forseta Alþingis um frávik frá þingsköpum um lengd þingfundar var borin upp á Alþingi í dag og var hún samþykkt með 24 atkvæðum gegn 15. 22 þingmenn voru fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Þannig er ljóst að gert er ráð fyrir því að kvöldfundur fari fram eins og til að mynda var raunin í gærkvöldi en til umræðu á Alþingi er frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem rætt hefur verið í þinginu undanfarna daga.

Enn er allt óljóst hvenær þinglok verða og er ekkert samkomulag um það. Þingfundur hófst aftur klukkan þrjú að loknu matarhléi þingmanna og eru tuttugu þingmenn á mælendaskrá.

Fregnir hafa þó borist af því að þreifingar séu í gangi á milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga með hvaða hætti kunni að vera hægt að ljúka störfum þingsins. Meðal annars hefur verið rætt um mögulegar breytingar á frumvörpum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum en engin niðurstaða hefur þó fengist í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert