Vilja reka Jón Gnarr

Sett hefur verið upp heimasíða til að koma Jóni Gnarr …
Sett hefur verið upp heimasíða til að koma Jóni Gnarr borgarstjóra frá völdum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hópur kjósenda í Reykjavík hefur undirskriftasöfnun í dag til að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík frá völdum. Hópurinn hefur fengið nóg af vinnubrögðum meirihlutans í borginni, bæði í skólamálum en ekki síður í fjármálum borgarinnar.

„Upprunalega er hópurinn úr Grafarvogi en nú hefur fleira fólk frá öðrum stöðum í borginni gengið í hópinn. Hópurinn myndaðist upphaflega í kringum sameiningu unglingadeildar í suðurhluta Grafarvogs og mikilli óánægju við störf meirihlutans,“ segir Eggert Teitsson, einn af þeim kjósendum sem standa að undirskriftasöfnuninni.

„Það er varla um annað rætt en vanhæfi meirihlutans þegar maður hittir annað fólk úr borginni, fólk kvartar yfir margskonar borgarmálum sem eru í ólestri um alla borg. Bæði eru þetta skólamál og almenn forgangsröðun hjá meirihlutanum,“ segir Eggert sem finnst meirihlutinn vaða yfir fólk í ákvarðanatöku án þess að hafa nokkurt fylgi á bakvið sig. Þau telja að peningnum sé varið í ónauðsynleg gæluverkefni á meðan sífellt sé verið að skera niður í lögbundinni grunnþjónustu.

„Við setjum undirskriftasöfnunina formlega af stað á kjörstað Reykvíkinga við íþróttahúsið Dalhús í Grafarvogi klukkan 4 í dag. Síðan munum við reyna að benda fólki á að kynna sér hlutina og ljá málinu stuðning með undirskrift sinni á www.rekinn.is,“ segir Eggert Teitsson.

Jón Gnarr borgarstjóri
Jón Gnarr borgarstjóri mbl.is/Ómar Óskarsson
Jón Gnarr er næsti borgarstjóri í Reykjavík og Dagur B. …
Jón Gnarr er næsti borgarstjóri í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert