Lundavarpið byrjar betur en of snemmt að gleðjast

Lundavarpið í Vestmannaeyjum er byrjað og það á eðlilegum tíma. Þar að auki hefur verið orpið í fleiri holur en undanfarin ár.

Erpur Snær Hansen, líffræðingur og forstöðumaður vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segist þó í Morgunblaðinu í dag ekki þora að vera of bjartsýnn. Vísbendingar séu um að mikið sé um að egg séu afrækt.

Eins og kunnugt er hefur lundavarp gengið hörmulega sunnanlands og vestan síðustu ár og m.a. er talið að lundavarp hafi misfarist með öllu í Vestmannaeyjum í fyrra.

Að þessu sinni byrjaði lundinn að verpa í Eyjum um síðustu mánaðamót, mun fyrr en undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert